Innlent

„Þurfum líka að geta fætt og klætt börnin okkar“ - myndskeið

Breki Logason skrifar
„Við fáum mikið þakklæti fyrir störf okkar en við þurfum líka krónur og aura til þess að geta fætt og klætt börnin okkar," segir Guðmundur Guðjónsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliðnu á höfuðborgarsvæðinu.

Guðmundur og félagar voru staddir fyrir utan Borgartún 30 rétt fyrir klukkan tíu í morgun en þá var að hefjast samningafundar milli þeirra og launanefndar sveitarfélaganna. Slökkviliðsmenn höfðu kveikt eld í tunnu, og vildu með gjörningnum minna á sig.

Slökkviliðsmenn hafa verið samningslausir síðan í ágúst á síðasta ári en lítið hefur heyrst í þeim hingað til, en Guðmundur segir þolinmæðina vera á þrotum nú.

Launanefnd slökkviliðsmanna gekk í hús á meðan við ræddum við Guðmund, og þeim var vel fagnað þegar þeir gengu á fundinn, enda bera slökkviliðsmenn miklar væntingar til þess að samningar náist sem fyrst.

Hægt er að horfa á myndskeið með þessari frétt.






Tengdar fréttir

Kjaramálin brenna á slökkviliðsmönnum

Tugir slökkviliðsmanna hafa safnast saman fyrir utan Borgartún 30 þar sem samninganefnd þeirra fundar með viðsemjendum sínum. Þar hafa þeir meðal annars kveikt eld til þess að vekja athygli á málstað sínum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi segir að mönnum í stétt sinni þyki hægt ganga að semja um kaup og kjör en slökkviliðsmenn hafa verið samningslausir síðan í ágúst 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×