Innlent

Kjaramálin brenna á slökkviliðsmönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn kveiktu eld fyrir framan Borgartún 30 til að minna á málstað sinn. Mynd/ Friðrik.
Slökkviliðsmenn kveiktu eld fyrir framan Borgartún 30 til að minna á málstað sinn. Mynd/ Friðrik.
Tugir slökkviliðsmanna hafa safnast saman fyrir utan Borgartún 30 þar sem samninganefnd þeirra fundar með viðsemjendum sínum. Þar hafa þeir meðal annars kveikt eld til þess að vekja athygli á málstað sínum. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa ræddi við segir að mönnum í stétt sinni þyki hægt ganga að semja um kaup og kjör en slökkviliðsmenn hafa verið samningslausir síðan í ágúst 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×