Frestur væri bestur á aðildarviðræðum 9. apríl 2010 07:00 Fyrrum utanríkisráðherra hefur miklar áhyggjur af því að landið sé að einangrast og telur allra mikilvægast að ákveðið verði hvar landið eigi að standa meðal annarra þjóða. Einhver þurfi að koma fram og tala með ESB-aðild. fréttablaðið/anton Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, í viðtali við Clemens Bomsdorf, blaðamann þýska Financial Times, sem birtist í gær á netsíðu hans, High North. Blaðamaðurinn spyr Ingibjörgu hvernig hún meti líkindi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Ég veit það ekki. Ég held að það verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta gæti breyst, en þá þurfum við einhvern til að berjast fyrir inngöngu. Það er enginn að því núna. Af hverju veit ég ekki. Kannski eru þau hrædd við að taka umræðuna því almenningsálitið er svolítið á móti öllu sem erlent er. Útlendingar eru vondu gæjarnir um þessar mundir. Að tala fyrir meiri samvinnu við ESB er ekki líklegt til vinsælda," segir Ingibjörg. Hún nefnir að ekki sé meirihluti fyrir aðild á Alþingi. Misheppnaður Evrópuleiðangur og einangrun landsins sé það sem hún hafi mestar áhyggjur af og hugsi um daglega. Yngri kynslóðin og „besta fólkið okkar" muni ekki telja það góðan kost að búa á einangruðu Íslandi. „Í gegnum aldirnar hefur okkur ávallt farnast best í samvinnu við önnur lönd," segir hún. Í stað þess að skilgreina hagsmuni landsins og rækja samband við alla bandamenn sína séu Íslendingar „að gera þetta mjög illa. Við erum að stofna til slagsmála á hverjum vettvangi og ég held að það sé rangt. Við erum lítið land sem þarf á bandamönnum að halda," segir hún. Kjánalega hafi til að mynda verið farið með sambandið við Bandaríkjamenn, allar götur síðan um aldamót. Þrjóska hafi einkennt þau samskipti. Íslendingar hafi krafist þess að fjórar þotur skyldu vera á landinu, þegar öllum mátti vera ljóst að það þjónaði engum tilgangi. Ingibjörg Sólrún hafnar því að velja skuli eina þjóð, svo sem Þýskaland eða Noreg, sem sérstaka vinaþjóð, komi það niður á sambandinu við aðrar þjóðir. Jafnvel hagsmunir Norðmanna geti verið andstæðir íslenskum. klemens@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, í viðtali við Clemens Bomsdorf, blaðamann þýska Financial Times, sem birtist í gær á netsíðu hans, High North. Blaðamaðurinn spyr Ingibjörgu hvernig hún meti líkindi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Ég veit það ekki. Ég held að það verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta gæti breyst, en þá þurfum við einhvern til að berjast fyrir inngöngu. Það er enginn að því núna. Af hverju veit ég ekki. Kannski eru þau hrædd við að taka umræðuna því almenningsálitið er svolítið á móti öllu sem erlent er. Útlendingar eru vondu gæjarnir um þessar mundir. Að tala fyrir meiri samvinnu við ESB er ekki líklegt til vinsælda," segir Ingibjörg. Hún nefnir að ekki sé meirihluti fyrir aðild á Alþingi. Misheppnaður Evrópuleiðangur og einangrun landsins sé það sem hún hafi mestar áhyggjur af og hugsi um daglega. Yngri kynslóðin og „besta fólkið okkar" muni ekki telja það góðan kost að búa á einangruðu Íslandi. „Í gegnum aldirnar hefur okkur ávallt farnast best í samvinnu við önnur lönd," segir hún. Í stað þess að skilgreina hagsmuni landsins og rækja samband við alla bandamenn sína séu Íslendingar „að gera þetta mjög illa. Við erum að stofna til slagsmála á hverjum vettvangi og ég held að það sé rangt. Við erum lítið land sem þarf á bandamönnum að halda," segir hún. Kjánalega hafi til að mynda verið farið með sambandið við Bandaríkjamenn, allar götur síðan um aldamót. Þrjóska hafi einkennt þau samskipti. Íslendingar hafi krafist þess að fjórar þotur skyldu vera á landinu, þegar öllum mátti vera ljóst að það þjónaði engum tilgangi. Ingibjörg Sólrún hafnar því að velja skuli eina þjóð, svo sem Þýskaland eða Noreg, sem sérstaka vinaþjóð, komi það niður á sambandinu við aðrar þjóðir. Jafnvel hagsmunir Norðmanna geti verið andstæðir íslenskum. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira