Íslenski boltinn

Gylfi: Veit ekki hvernig Heiðar fór að þessu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik með íslenska liðinu í gær. Hann lagði upp eina mark Íslands á glæsilegan hátt.

„Við vorum ekki á tánum í seinni hálfleik og leyfðum þeim að ná yfirhöndinni. Eftir að þeir skoruðu annað markið þá fannst mér við hætta að spila boltanum og byrjuðum að sparka boltanum langt fram sem gekk ekki upp," sagði Gylfi Þór Sigurðsson sem átti fínan leik með íslenska liðinu í tapinu gegn Noregi í gær.

Gylfi lagði upp markið sem Heiðar Helguson skoraði laglega. „Þetta var mjög vel klárað hjá Heiðari og ég veit ekki hvernig hann fór að þessu. Ég er mjög ánægður með að vera kominn inn í liðið og reyni að halda mínu sæti."

Næsti leikur liðsins gegn Danmörku verður að sögn Gylfa afar erfiður. „Það verður mjög skemmtilegur en um leið erfiður leikur. Þeir eru mun betri tæknilega en Norðmennirnir og ljóst að við verðum að leika mun betur á Parken en við gerðum í seinni hálfleik. Við áttum auðvitað að vinna Norðmenn og það var afar þögult inni í klefa eftir leikinn. Við verðum að rífa okkur upp úr þessu og undirbúa okkur fyrir næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×