Enski boltinn

Mögnuð endurkoma Wigan gegn Arsenal - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lukasz Fabianski gerði skelfileg mistök þegar Titus Bramble skoraði.
Lukasz Fabianski gerði skelfileg mistök þegar Titus Bramble skoraði.

Titilvonir Arsenal eru endanlega horfnar fyrir fullt og allt. Liðið tapaði fyrir Wigan í dag þrátt fyrir að hafa náð 2-0 forystu.

Mario Melchiot, varnarmaður Wigan, sagði að ræða knattspyrnustjórans Roberto Martinez í hálfleik hefði gert gæfumuninn. „Hann sagði okkur að halda áfram og að hann hefði trú á að við gætum fengið eitthvað úr þessum leik. Það virkaði," sagði Melchiot.

Nú er hægt að skoða það helsta úr leiknum og öðrum leikjum helgarinnar hér á Vísi. Smelltu hér til að sjá magnaða endurkomu Wigan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×