Fótbolti

Makelele hyggst hætta eftir tímabilið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Makelele er einn allra besti djúpi miðjumaður síðustu áratuga.
Makelele er einn allra besti djúpi miðjumaður síðustu áratuga.

Claude Makelele segist ætla að leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Makelele er nú fyrirliði Paris St-Germain í Frakklandi en er þekktastur fyrir veru sína hjá Real Madrid og Chelsea.

Makelele, sem er orðinn 37 ára, vill þó engu lofa og útilokar ekki að skipta um skoðun. „Í dag lít ég á þetta sem mitt síðasta tímabil, það gæti breyst á morgun," segir Makelele.

Makelele fór til PSG sumarið 2008 eftir fimm  góð ár hjá Chelsea. Hann varð tvívegis enskur meistari, vann deildabikarinn tvisvar og FA bikarinn einu sinni. Einnig hefur hann unnið deildarmeistaratitla í Frakklandi og Spáni ásamt því að verða Evrópumeistari 2002 með Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×