Ein kona í sex manna hópi 21. apríl 2010 06:00 Kristín Ástgeirsdóttir Jafnréttisstofa mun senda fjármálaráðherra erindi og óska eftir rökstuðningi hans fyrir því að ekki sé gætt að kynjahlutföllum við skipan í starfshóp sem fjalla á um breytingar á skattkerfinu. Í starfshópinn voru skipaðir fimm karlmenn og ein kona. „Það er algerlega skýrt í lögum að hlutur hvors kyns skal vera að lágmarki 40 prósent, nema alveg sérstök rök séu fyrir því,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Slík rök gætu til dæmis verið þau að ekki finnist sérfræðingar af báðum kynjum í ákveðnum málaflokkum. Það geti þó varla átt við í þessu máli. Í sex manna starfshópi ættu að sitja þrjár konur og þrír karlar svo farið sé að lögum. „Að sjálfsögðu á ríkið að ganga á undan með góðu fordæmi,“ segir Kristín. Hún ætlar að skrifa fjármálaráðherra bréf þar sem farið verður fram á skýringar eða að skipað verði á ný í starfshópinn. Fjármálaráðherra skipaði tvo af sex fulltrúum í starfshópnum, karl og konu. Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra, efnahagsráðherra og samgönguráðherra skipuðu einn fulltrúa hver, allt karlmenn. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá skipan starfshópsins, þrátt fyrir að tilkynning þar um hafi verið send fjölmiðlum. Þegar í ljós hafi komið hvernig kynjahlutföllin væru hafi verið gengið í að fá nýjar tilnefningar frá einhverjum af ráðuneytunum. - bj, kóp Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Jafnréttisstofa mun senda fjármálaráðherra erindi og óska eftir rökstuðningi hans fyrir því að ekki sé gætt að kynjahlutföllum við skipan í starfshóp sem fjalla á um breytingar á skattkerfinu. Í starfshópinn voru skipaðir fimm karlmenn og ein kona. „Það er algerlega skýrt í lögum að hlutur hvors kyns skal vera að lágmarki 40 prósent, nema alveg sérstök rök séu fyrir því,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Slík rök gætu til dæmis verið þau að ekki finnist sérfræðingar af báðum kynjum í ákveðnum málaflokkum. Það geti þó varla átt við í þessu máli. Í sex manna starfshópi ættu að sitja þrjár konur og þrír karlar svo farið sé að lögum. „Að sjálfsögðu á ríkið að ganga á undan með góðu fordæmi,“ segir Kristín. Hún ætlar að skrifa fjármálaráðherra bréf þar sem farið verður fram á skýringar eða að skipað verði á ný í starfshópinn. Fjármálaráðherra skipaði tvo af sex fulltrúum í starfshópnum, karl og konu. Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra, efnahagsráðherra og samgönguráðherra skipuðu einn fulltrúa hver, allt karlmenn. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá skipan starfshópsins, þrátt fyrir að tilkynning þar um hafi verið send fjölmiðlum. Þegar í ljós hafi komið hvernig kynjahlutföllin væru hafi verið gengið í að fá nýjar tilnefningar frá einhverjum af ráðuneytunum. - bj, kóp
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira