Enski boltinn

Sullivan: Mögulegt að Zola hætti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
David Sullivan, einn eiganda West Ham, segir að Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri liðsins, hafi gefið það í skyn að hann kunni að segja starfi sínu lausu eftir að tímabilinu lýkur í vor.

West Ham hefur gengið illa á tímabilinu undir stjórn Zola og hefur verið viðloðandi fallbaráttuna síðustu mánuðina.

Sullivan sagði að stjórn félagsins hefði enga ákvörðun tekið um framtíð Zola og því væri allt óljóst.

„Hann gaf í skyn að hann myndi mögulega hætta í lok tímabilsins en það getur vel verið að hann hafi skipt um skoðun. Hann hefur þó ekki viljað segja í viðtölum að hann ætli sér að vera áfram hjá félaginu á næsta tímabili," sagði Sullivan.

Í gær sagði eigandinn að allir leikmen West Ham, fyrir utan Scott Parker, væru til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×