Enski boltinn

Fabiano gefur Spurs undir fótinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Luis Fabiano virðist vera orðinn heitur fyrir því að ganga í raðir Tottenham Hotspur en hann er orðaður við fjölda félaga þessa dagana.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, ætlar að styrkja lið sitt umtalsvert fyrir átökin í Meistaradeildinni í vetur og því er lið hans orðað við ansi marga leikmenn.

Fabiano virtist í fyrstu vera heitastur fyrir því að fara til Man. Utd og AC Milan en sami áhugi virðist ekki vera fyrir hendi hjá félögunum.

"Ég verð að viðurkenna að það er rétt á síðustu vikum sem ég hef almennilega skilið hversu stóra hluti Tottenham ætlar sér," sagði Fabiano sem er byrjaður að gefa félaginu almennilega undir fótinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×