Íslenski boltinn

Landsliðið rétt náði fluginu til Danmerkur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Anton
Íslenska landsliðið tafðist umtalsvert á leið sinni út á Keflavíkurflugvöll í dag vegna alvarlegs umferðarslyss á Reykjanesbraut. Liðið rétt náði fluginu út.

Liðið var í rútu sem kom að slysinu fljótlega eftir að það varð.

Rútan var einn klukkutíma og 40 mínútur út á flugvöll. Fluginu var seinkað um fimmtán mínútur og fer í loftið eftir nokkrar mínútur.

Íslenska liðið mætir því danska á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×