Endanlegur listi liggur fyrir í Garðabæ en búið er að telja öll greidd atkvæði. Aðeins tvær konur eru á listanum og þær ná ekki þremur efstu sætunum. Erlingur Ásgeirsson, bæjarfulltrúi, er með fyrsta sætið.
Talin hafa verið 1651 atkvæði. Þátttaka var um 57%. Gild atkvæði eru 1623, 1 auður seðill og 27 ógildir seðlar.
Endanlegur listi raðast þá svona upp:
Erling Ásgeirsson.
Páll Hilmarsson.
Stefán Konráðsson.
Sturla Þorsteinsson.
Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Ragný Þóra Guðjohnsen.
Sigurður Guðmundsson.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um prófkjörið á gardar.is.