Íslenski boltinn

KR-ingar með norskan markvörð á reynslu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Ivar Moldskred
Lars Ivar Moldskred Mynd/Baldur Hrafnkell
KR-ingar eru að skoða norska markvörðinn Lars Ivar Moldskred þessa dagana en hann kom til Íslands í gær og mætti á sína fyrstu æfingu í dag. Það mátti sjá kappann á æfingu með liðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lars Ivar Moldskred er 31 árs og 194 cm á hæð og var síðast hjá Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni og hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli í fyrra.

Moldskred var varamarkvöður Lillestrøm frá 2007 til 2009 en hann er núna samningslaus. Moldskred lék með Molde áður en hann kom til Lillestrøm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×