Tveir 16 ára í einangrun á Litla-Hrauni 5. júní 2010 08:00 Piltarnir hafa verið í einangrun í rúma viku og verða minnst nokkra daga enn. Tveir sextán ára piltar, sem grunaðir eru um yfir 80 innbrot í Grímsnesi, Borgarfirði, Dölunum og á Þingvöllum í maí, eru nú vistaðir í einangrunarklefum á Litla-Hrauni. Þar hafa þeir verið í rúma viku og verða fram á þriðjudag hið minnsta. Lögum samkvæmt er óheimilt að úrskurða ungmenni undir átján ára aldri í gæsluvarðhald nema sérstaklega standi á. Í tilfelli piltanna ungu stendur ekkert annað úrræði til boða fyrir þá en vistun á meðferðarheimilinu Stuðlum, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði. Þar er hins vegar ekki pláss auk þess sem annar sakborningur í málinu, fimmtán ára gamall piltur, er vistaður þar og engin leið væri að koma í veg fyrir að hann hefði samskipti við aðra grunaða í málinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ákaflega sjaldgæft að jafn ungir menn séu úrskurðaðir í einangrun. Hann segist í svipinn ekki muna hvenær það henti síðast, en yfirleitt líði árafjöld milli slíkra tilvika. Gæsluvarðhaldsfangar undir lögaldri fái enga sérmeðferð, en njóti líkt og aðrir aðstoðar sálfræðinga og geðlækna. Páll segir stofnunina ekki hafa mikið um ákvarðanir sem þessar að segja. „En ef einangrunin dregst á langinn og er mjög íþyngjandi og hefur mjög slæm áhrif á viðkomandi þá getum við haft samband við ákæruvaldið og látið vita. Það hefur gerst." Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, var stödd erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af henni og hafði ekki kynnt sér málið. „En þetta hljómar mjög illa og mér finnst þetta engan veginn nógu gott," sagði hún. Fjórði sakborningurinn í málinu, átján ára Íslendingur, er einnig í einangrun á Litla-Hrauni. - sh Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Tveir sextán ára piltar, sem grunaðir eru um yfir 80 innbrot í Grímsnesi, Borgarfirði, Dölunum og á Þingvöllum í maí, eru nú vistaðir í einangrunarklefum á Litla-Hrauni. Þar hafa þeir verið í rúma viku og verða fram á þriðjudag hið minnsta. Lögum samkvæmt er óheimilt að úrskurða ungmenni undir átján ára aldri í gæsluvarðhald nema sérstaklega standi á. Í tilfelli piltanna ungu stendur ekkert annað úrræði til boða fyrir þá en vistun á meðferðarheimilinu Stuðlum, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði. Þar er hins vegar ekki pláss auk þess sem annar sakborningur í málinu, fimmtán ára gamall piltur, er vistaður þar og engin leið væri að koma í veg fyrir að hann hefði samskipti við aðra grunaða í málinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ákaflega sjaldgæft að jafn ungir menn séu úrskurðaðir í einangrun. Hann segist í svipinn ekki muna hvenær það henti síðast, en yfirleitt líði árafjöld milli slíkra tilvika. Gæsluvarðhaldsfangar undir lögaldri fái enga sérmeðferð, en njóti líkt og aðrir aðstoðar sálfræðinga og geðlækna. Páll segir stofnunina ekki hafa mikið um ákvarðanir sem þessar að segja. „En ef einangrunin dregst á langinn og er mjög íþyngjandi og hefur mjög slæm áhrif á viðkomandi þá getum við haft samband við ákæruvaldið og látið vita. Það hefur gerst." Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, var stödd erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af henni og hafði ekki kynnt sér málið. „En þetta hljómar mjög illa og mér finnst þetta engan veginn nógu gott," sagði hún. Fjórði sakborningurinn í málinu, átján ára Íslendingur, er einnig í einangrun á Litla-Hrauni. - sh
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira