Tveir 16 ára í einangrun á Litla-Hrauni 5. júní 2010 08:00 Piltarnir hafa verið í einangrun í rúma viku og verða minnst nokkra daga enn. Tveir sextán ára piltar, sem grunaðir eru um yfir 80 innbrot í Grímsnesi, Borgarfirði, Dölunum og á Þingvöllum í maí, eru nú vistaðir í einangrunarklefum á Litla-Hrauni. Þar hafa þeir verið í rúma viku og verða fram á þriðjudag hið minnsta. Lögum samkvæmt er óheimilt að úrskurða ungmenni undir átján ára aldri í gæsluvarðhald nema sérstaklega standi á. Í tilfelli piltanna ungu stendur ekkert annað úrræði til boða fyrir þá en vistun á meðferðarheimilinu Stuðlum, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði. Þar er hins vegar ekki pláss auk þess sem annar sakborningur í málinu, fimmtán ára gamall piltur, er vistaður þar og engin leið væri að koma í veg fyrir að hann hefði samskipti við aðra grunaða í málinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ákaflega sjaldgæft að jafn ungir menn séu úrskurðaðir í einangrun. Hann segist í svipinn ekki muna hvenær það henti síðast, en yfirleitt líði árafjöld milli slíkra tilvika. Gæsluvarðhaldsfangar undir lögaldri fái enga sérmeðferð, en njóti líkt og aðrir aðstoðar sálfræðinga og geðlækna. Páll segir stofnunina ekki hafa mikið um ákvarðanir sem þessar að segja. „En ef einangrunin dregst á langinn og er mjög íþyngjandi og hefur mjög slæm áhrif á viðkomandi þá getum við haft samband við ákæruvaldið og látið vita. Það hefur gerst." Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, var stödd erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af henni og hafði ekki kynnt sér málið. „En þetta hljómar mjög illa og mér finnst þetta engan veginn nógu gott," sagði hún. Fjórði sakborningurinn í málinu, átján ára Íslendingur, er einnig í einangrun á Litla-Hrauni. - sh Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Sjá meira
Tveir sextán ára piltar, sem grunaðir eru um yfir 80 innbrot í Grímsnesi, Borgarfirði, Dölunum og á Þingvöllum í maí, eru nú vistaðir í einangrunarklefum á Litla-Hrauni. Þar hafa þeir verið í rúma viku og verða fram á þriðjudag hið minnsta. Lögum samkvæmt er óheimilt að úrskurða ungmenni undir átján ára aldri í gæsluvarðhald nema sérstaklega standi á. Í tilfelli piltanna ungu stendur ekkert annað úrræði til boða fyrir þá en vistun á meðferðarheimilinu Stuðlum, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði. Þar er hins vegar ekki pláss auk þess sem annar sakborningur í málinu, fimmtán ára gamall piltur, er vistaður þar og engin leið væri að koma í veg fyrir að hann hefði samskipti við aðra grunaða í málinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ákaflega sjaldgæft að jafn ungir menn séu úrskurðaðir í einangrun. Hann segist í svipinn ekki muna hvenær það henti síðast, en yfirleitt líði árafjöld milli slíkra tilvika. Gæsluvarðhaldsfangar undir lögaldri fái enga sérmeðferð, en njóti líkt og aðrir aðstoðar sálfræðinga og geðlækna. Páll segir stofnunina ekki hafa mikið um ákvarðanir sem þessar að segja. „En ef einangrunin dregst á langinn og er mjög íþyngjandi og hefur mjög slæm áhrif á viðkomandi þá getum við haft samband við ákæruvaldið og látið vita. Það hefur gerst." Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, var stödd erlendis þegar Fréttablaðið náði tali af henni og hafði ekki kynnt sér málið. „En þetta hljómar mjög illa og mér finnst þetta engan veginn nógu gott," sagði hún. Fjórði sakborningurinn í málinu, átján ára Íslendingur, er einnig í einangrun á Litla-Hrauni. - sh
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Sjá meira