Enski boltinn

Grétar Rafn í liði Bolton sem vann Stoke á útivelli

Brian Laws, stjóri Burnley.
Brian Laws, stjóri Burnley.

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem vann Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Matt Taylor var hetja Bolton en hann skoraði tvívegis undir lokin og tryggði liðinu stigin þrjú.

Burnley færðist nær falli með tapi fyrir Sunderland á útivelli en Hull náði stigi gegn Birmingham.

Tim Cahill skoraði sigurmark Everton sem vann Blackburn í skemmtilegum leik á Ewood Park. Yakubu kom inn sem varamaður og skoraði mark ásamt því að leggja upp sigurmarkið.

Hér að neðan má sjá úrslitin.

Fulham - Wolves 0-0

Birmingham - Hull 0-0

Blackburn - Everton 2-3

0-1 Mikel Arteta (víti 3.)

1-1 Steven N´Zonzi (69.)

1-2 Yakubu (79.)

2-2 Jason Roberts (81.)

2-3 Tim Cahill (90.)

Stoke - Bolton 1-2

1-0 Dave Kitson (13.)

1-1 Matt Taylor (85.)

1-2 Matt Taylor (88.)

Sunderland - Burnley 2-1

1-0 Frazier Campbell (24.)

2-0 Darren Bent (40.)

2-1 Steven Thompson (82.)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×