Enski boltinn

Redknapp himinlifandi með að hafa haldið í Pavlyuchenko

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roman Pavlyuchenko.
Roman Pavlyuchenko. Mynd/AFP
Roman Pavlyuchenko vildi fara frá Tottenham í janúarglugganum en Harry Redknapp, stjóri liðsins, kom í veg fyrir að Rússinn færi frá félaginu.

Pavlyuchenko fékk síðan tækifæri hjá Readknapp og hefur nú skorað átta mörk í síðustu sex leikjum sínum. Mörkin hans Romans hafa komið Spurs í mjög stöðu í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er magnað. Hann er að skora mörk, býr yfir frábærri tækni og er bara frábær leikmaður. Félagsskiptaglugginn opnaðist og lokaðist og þegar hann áttaði sig á því að hann væri ekki að fara til Rússlands þá gaf hann allt í þetta og er núna kominn í toppform," sagði Harry Redknapp.

„Ég fékk þau skilaboð frá honum að hann vildi komast til Rússlands. Hann talaði ekki um það við mig en ég sá það á því hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði. Ég vildi bara ekki selja hann," sagði Redknapp.

„Hann fékk sitt tækifæri og er búinn að vinna sér sæti í byrjunarliðinu. Þetta hefur búið til þægilegt vandamál fyrir mig. Roman er búinn að skora mikið af mörkum sem er frábært og ef hann heldur áfram að skora þá erum við í góðum málum," sagði Redknapp og bætti við:

„Það sem skiptir öllu máli er að hann er að leggja harðar að sér. Það er það eina sem ég ætlaðist til af honum," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×