Töff tískusýning í Tjarnarbíói 10. nóvember 2010 08:00 fatahönnuðir framtíðarinnar Helga Jóakimsdóttir, Elísabet Maren Guðjónsdóttir, María Nielsen og Björg Gunnarsdóttir munu allar sýna hönnun sína á laugardaginn. fréttablaðið/vilhelm „Sýningin verður lokaviðburðurinn í viku Unglistar, listahátíðar unga fólksins,“ segir María Nielsen, nemandi Tækniskólans í Reykjavík en hún er einn af skipuleggjendum tískusýningar sem haldin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn. Alls taka 33 nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans þátt í tískusýningunni og sýna þar hönnun sína og hæfni í handverki. „Við erum búin að vera að vinna að sýningunni í allt haust,“ segir María og því ljóst að undirbúningurinn er mikill. „Stelpur sem eru að læra förðun hjá Airbrush & Makeup School hjálpa okkur að farða módelin og hárgreiðslunemar Tækniskólans sjá um hárgreiðsluna. Svo fáum við líka nemendur á ljósmyndabrautinni í skólanum til að taka myndir.“ Það er því ljóst að ansi margar deildir Tækniskólans koma að sýningunni. Fyrirsæturnar sem sýna hönnunina eru allar þaulvanar og tóku flestar þeirra þátt í Elite Models-fyrirsætukeppninni sem haldin var á dögunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum alvöru módel til að vera með,“ segir María. Spurð hvað hönnuðirnir ætli að sýna segir María það vera misjafnt eftir hverjum og einum. „Sumir nemendurnir eru að læra kjólasaum, aðrir klæðskerann og enn aðrir sérsaum, svo það verður hægt að sjá ansi margt frá okkur. En ég get sagt það að sýningin hefur aldrei verið jafn vegleg.“ Tískusýningin verður í Tjarnarbíói á laugardagskvöldið og hefst hún klukkan átta, en aðgangur er ókeypis.-ka Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Sýningin verður lokaviðburðurinn í viku Unglistar, listahátíðar unga fólksins,“ segir María Nielsen, nemandi Tækniskólans í Reykjavík en hún er einn af skipuleggjendum tískusýningar sem haldin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn. Alls taka 33 nemendur á fataiðnbraut Tækniskólans þátt í tískusýningunni og sýna þar hönnun sína og hæfni í handverki. „Við erum búin að vera að vinna að sýningunni í allt haust,“ segir María og því ljóst að undirbúningurinn er mikill. „Stelpur sem eru að læra förðun hjá Airbrush & Makeup School hjálpa okkur að farða módelin og hárgreiðslunemar Tækniskólans sjá um hárgreiðsluna. Svo fáum við líka nemendur á ljósmyndabrautinni í skólanum til að taka myndir.“ Það er því ljóst að ansi margar deildir Tækniskólans koma að sýningunni. Fyrirsæturnar sem sýna hönnunina eru allar þaulvanar og tóku flestar þeirra þátt í Elite Models-fyrirsætukeppninni sem haldin var á dögunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum alvöru módel til að vera með,“ segir María. Spurð hvað hönnuðirnir ætli að sýna segir María það vera misjafnt eftir hverjum og einum. „Sumir nemendurnir eru að læra kjólasaum, aðrir klæðskerann og enn aðrir sérsaum, svo það verður hægt að sjá ansi margt frá okkur. En ég get sagt það að sýningin hefur aldrei verið jafn vegleg.“ Tískusýningin verður í Tjarnarbíói á laugardagskvöldið og hefst hún klukkan átta, en aðgangur er ókeypis.-ka
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira