Rekstur Hofs kostar 400 milljónir á ári 14. júní 2010 05:30 Á eftir að verða Akureyrarbæ þungur baggi, að mati bæjarfulltrúa. Fréttablaðið/sunna Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira