Rekstur Hofs kostar 400 milljónir á ári 14. júní 2010 05:30 Á eftir að verða Akureyrarbæ þungur baggi, að mati bæjarfulltrúa. Fréttablaðið/sunna Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira