Rekstur Hofs kostar 400 milljónir á ári 14. júní 2010 05:30 Á eftir að verða Akureyrarbæ þungur baggi, að mati bæjarfulltrúa. Fréttablaðið/sunna Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira