Íslenski boltinn

Kristján: Ætlaði ekki að kýla Matta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján Hauksson.
Kristján Hauksson. Fréttablaðið/Daníel
Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn FH á fimmtudag.Matthías Vilhjálmsson FH-ingur hékk þá í treyju Kristjáns sem í kjölfarið baðaði út handleggnum sem endaði í andlitinu á Matthíasi. „Þetta var alls ekki viljand. Ég ætlaði ekki að kýla Matta. Hann heldur í mig og ég er að reyna að losa mig. Það var ekkert annað,“ sagði Kristján en samkvæmt sjónvarpsupptökum virðist rauða spjaldið hafa verið réttur dómur. „Ég er ekki búinn að sjá atvikið í sjónvarpinu. Ég man ekki eftir því að hafa fundið neitt sérstaklega fyrir því að hafa farið í andlitið á honum. Þetta gerist allt mjög hratt.“ Kristján fer nú í leikbann en við því mega Framarar illa enda með Jón Guðna Fjóluson einnig í banni. „Við erum með breiðan hóp og verðum að þjappa okkur saman. Þetta er ömurlegt en við komumst í gegnum þetta.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×