Fótbolti

Ítali og Skoti dæma leiki Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luca Banti dæmir á Laugardalsvellinum annað kvöld.
Luca Banti dæmir á Laugardalsvellinum annað kvöld. Nordic Photos / AFP

Það verður ungur Ítali sem mun dæma leik Íslands og Noregs í undankeppni EM 2012 á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.

Luca Banti er 36 ára gamall og er að fara að dæma sinn fyrsta alvöru landsleik. Hann gerðist FIFA-dómari fyrir ári síðan og hans fyrsti landsleikur var viðureign Möltu og Grænhöfðaeyja fyrir ári síðan.

Banti hefur dæmt í efstu deild í Ítalíu síðan 2005 og þykir efnilegur.

Skotinn Dougie McDonald mun dæma viðureign Danmerkur og Íslands á Parken á þriðjudaginn næstkomandi. Hann er 45 ára gamall og hefur dæmt á alþjóðlegum vettvangi í tæpan áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×