Enski boltinn

Liverpool til sölu - Martin Broughton sér um söluna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin Broughton.
Martin Broughton.

Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool, hafa staðfest að félagið sé til sölu. Þeir hafa ráðið Martin Broughton sem nýjan stjórnarformann og á hann að sjá um söluna.

Broughton er stjórnarformaður British Airways og voru það lánadrottnar Liverpool, sem kröfðust þess að hann yrði settur í stöðuna.

„Ég er stoltur og spenntur vegna þessarar stöðu," segir Broughton. „Ég mun vinna í þessu ferli á réttan hátt, með hag félagsins og stuðningsmanna að leiðarljósi. Liverpool er eitt merkasta félag heims og ég sé til þess að eigendur finnist sem geti hjálpað því að ná árangri."

Hicks og Gillett viðurkenna að þeir ná ekki félaginu lengra. „Það hefur verið gefandi og spennandi reynsla að eiga Liverpool í þrjú ár, bæði fyrir okkur og fjölskyldur okkar," segja þeir félagar í tilkynningu á heimasíðu félagsins. „Við fögnum því að Martin Broughton hafi samþykkt að taka að sér stjórnarformennsku."

Fjölmargir fjárfestahópar hafa sýnt áhuga á Liverpool síðustu vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×