Erlent

Stofnfrumumeðferð hafin í Bandaríkjunum.

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stofnfrumumeðferð er hafin í Bandaríkjunum. Mynd/ afp.
Stofnfrumumeðferð er hafin í Bandaríkjunum. Mynd/ afp.

Fyrsta opinbera tilraunin til þess að nýta stofnfrumur við meðferð sjúklinga er hafin í Bandaríkjunum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið gaf læknum í Atlanta heimild til þess að hefja notkun slikra fruma í meðferð við mænuskaða. Stofnfrumur geta komið í stað ýmissa fruma sem starfa í líkamanum, þar á meðal taugafruma.

Í rannsókninni er stofnfrumum sprautað inn í mænuna og er þeim ætlað að virka eins og taugafrumur. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með frumurnar á rottum. Lamaðar rottur hafa fengið smá hreyfigetu í líkamann eftir að frumunum var sprautað í þær.

Ekkert liggur þó fyrir um það hvort meðferðin muni gagnast mönnum, segir í frétt á vef BBC.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.