Íslenski boltinn

Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kjartan Henry var á skotskónum fyrir KR í kvöld.
Kjartan Henry var á skotskónum fyrir KR í kvöld. Mynd/kr.is

KR vann stórsigur á ÍBV, 4-1, í lokaleik kvöldsins í Lengjubikarnum en alls fóru þrír leikir fram í keppninni í kvöld.

Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir í upphafi leiksins og Gunnar Kristjánsson bætti svo við marki fyrir KR.

Eiður Sigurbjörnsson minnkaði muninn úr víti fyrir ÍBV og KR var 2-1 yfir í leikhléi.

KR-ingar voru sterkari í síðari hálfleik og skoruðu þá tvö mörk. Fyrst Björgólfur Takefusa og síðan Ingólfur Sigurðsson en mark Ingólfs var afar huggulegt.

Úrslit annarra leikja í kvöld.

Grótta 0-2 Breiðablik

0-1 Kristinn Steindórsson (33.)

0-2 Alfreð Finnbogason (38.)



HK 1-1 Þróttur

0-1 Ingvi Sveinsson (39.)

1-1 Ásgrímur Albertsson (52.)

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×