Enski boltinn

Sol Campbell ræðir við Celtic

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Sol Campbell er kominn til Skotlands þar sem hann mun ræða við Celtic. Hann ætlar sér að ganga í raðið félagsins eða vera áfram hjá Arsenal.

Campbell er orðinn 35 ára og vill tveggja ára samning en fær aðeins eitt ár í einu hjá Arsenal.

Tveggja ára samningur er á borðinu hjá Celtic og næstu daga mun Campbell ræða við forráðamenn félagsins og þjálfarann um framtíðina.

Hann hefur einnig talað við Arsene Wenger og mun ákveða sig eftir heimsóknina til Skotlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×