Fótbolti

Þetta er ekki bara Anelka að kenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolas Anelka í tapleiknum á móti Kína.
Nicolas Anelka í tapleiknum á móti Kína. Mynd/AP
Yoann Gourcuff, miðjumaður franska landsliðsins, hefur komið Nicolas Anelka til varnar en Anelka hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í síðustu leikjum franska liðsins. Gourcuff segir að Anelka fá ekki nægilega mikinn stuðning sem fremsti maður í 4-3-3 leikkerfinu.

Raymond Domenech er nýbúinn að skipta um leikkerfi hjá franska liðinu og hann hefur frekar viljað notað Nicolas Anelka í framlínunni en fyrirliðann Thierry Henry. Anelka hefur því spilað síðustu þrjá leiki á móti Kosta Ríka, Túnis og Kína en náði ekki að skora í neinum þeirra.

Franskir fjölmiðlar hafa pressað á það að Domenech setji Nicolas Anelka á bekkinni og gefi mönnum eins og Henry, Andre-Pierre Gignac eða Djibril Cisse tækifærið.

„Það er ósanngjarnt að kenna Anelka um hvernig hefur gengið. Miðjumennirnir og vængmennirnir verða að styðja betur við hann," sagði Yoann Gourcuff.

Nicolas Anelka hefur skorað 14 mörk í 64 landsleikjum fyrir Frakka en síðasta landsliðsmarkið hans kom í fyrri umspilsleiknum á móti Írum 14. nóvember 2009 og var á endanum það mark sem skildi á milli liðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×