Íslenski boltinn

Rúrik: Treysti þjálfaranum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton
Rúrik Gíslason sagði það leiðinlegt að hafa ekki tekið meiri þátt í leiknum gegn Noregi í kvöld en raun bar vitni. Hann kom inn á sem varamaður undir lok venjulegs leiktíma.

„En ég skil þjálfarann vel og treysti honum hundrað prósent. Ég er búinn að vera veikur í viku," sagði Rúrik sem vonast þó til að fá að spila gegn Danmörku á þriðjudaginn en hann spilar nú með OB þar í landi.

„Ég tel að ég hafi staðið mig ágætlega með landsliðinu hingað til og ég vona að ég fái að spila í þeim leik."

Rúrik hefur yfirleitt spilað á hægri kantinum þar sem Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í kvöld.

„Gylfi spilaði vel í dag en ég er ekki bara að keppa við hann um stöðu í byrjunarliðinu. Hann getur spilað aðrar stöður á vellinum og ég líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×