Leikskólakennari: „Þetta er náttúrulega trúboð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 10:22 Sumir leikskólar fá prest í heimsókn mánaðarlega Mynd: Vilhelm Gunnarsson „Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
„Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira