Leikskólakennari: „Þetta er náttúrulega trúboð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 10:22 Sumir leikskólar fá prest í heimsókn mánaðarlega Mynd: Vilhelm Gunnarsson „Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira