Leikskólakennari: „Þetta er náttúrulega trúboð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 10:22 Sumir leikskólar fá prest í heimsókn mánaðarlega Mynd: Vilhelm Gunnarsson „Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira