Leikskólakennari: „Þetta er náttúrulega trúboð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 10:22 Sumir leikskólar fá prest í heimsókn mánaðarlega Mynd: Vilhelm Gunnarsson „Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
„Núna á síðustu árum höfum við heyrt fleiri og háværari raddir um að foreldrar vilja ekki trúarlegt starf inni í leikskólunum. Það er alveg á hreinu," segir Halldóra Guðmundsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara. Hún segir að það sé vissulega minnihluti sem gert hafi athugasemdir við heimsóknir presta í leikskólana. Hún telur þó að meirihluti foreldra myndi lítið kippa sér upp við það ef trúarstarf í skólum yrði aflagt. „Að mínu viti er meirihlutinn mest fólk sem væri kannski ekkert að hafa hátt þó þetta myndi hætta. Það er mín tilfinning að fólki finnist þetta allt í lagi en er ekkert að leita eftir leikskólum sem gera þetta meira en minna," segir hún. Halldóra var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun. Þau ræddu þar drög að ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem miðar meðal annars að því að leggja af heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, og banna dreifingu trúarlegs efnis í skólunum, svo sem Nýja Testamentisins og Kóransins. Prestar koma mánaðarlega Halldóra segir misjafnt hversu oft prestar heimsækja leikskólabörn eins og staða er nú. Sumir leikskólar fá prest hverfiskirkjunnar í heimsókn mánaðarlega en aðrir sjaldnar. Hún telur að það hafi ekki miklar breytingar í för með sér nái hugmyndir meirihluta mannréttindaráðs fram að ganga þar sem prestar komi almennt ekki oft í leikskólana. Halldóra telur þó víst að einhverjir foreldrar yrðu ósáttir við breytingarnar. „Börnin eiga alveg örugglega eftir að sakna gestanna sem koma því þetta er skemmtilega uppbyggt og gaman að taka þátt í þessu. En þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað," segir hún.Áfram jólahald í leikskólum Formaður mannréttindaráðs hefur gefið út að hátíðahald og undirbúningur fyrir jól og páska verði áfram með hefðbundnu sniði nái breytingatillögurnar fram að ganga. Munurinn verður einfaldlega sá að prestar koma ekki að undirbúningnum í skólunum og börnin fara með fjölskyldu sinni í kirkju en ekki með skólanum. Í þeim leikskóla sem Halldóra starfar hefur verið tekinn sá póll í hæðina að forðast að syngja sálma í kring um trúarhátíðir og frekar valið að syngja jólalög um jólasveina. „Við höfum forðast að syngja jólalög sem eru mjög trúarlegs eðlis," segir hún. Hún býst því ekki við að hugmyndir mannréttindaráðs hafi róttækar breytingar í för með sér verði þær samþykktar.Viðtalið við Halldóru má hlusta á með því að smella hér.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent