Enski boltinn

Solano grunaður um nauðgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Solano fagnar marki í leik með West Ham fyrir tveimur árum síðan.
Solano fagnar marki í leik með West Ham fyrir tveimur árum síðan. Nordic Photos / Getty Images

Nolberto Solano var handtekinn á mánudaginn grunaður um að hafa nauðgað 22 ára konu frá Newcastle.

Solano er frá Perú og lék lengi með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en hann er nú á mála hjá Leicester City. Hann er 35 ára gamall og hefur einnig leikiðo með Aston Villa og West Ham á ferlinum.

Lögregluyfirvöld sögðu að rannsókn væri nú í gangi og hann hafi verið leystur úr haldi gegn tryggingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×