„Þetta gengur ekki" 6. maí 2010 19:56 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Brink Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti." Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari segir að tafir á gögnum frá Héraðsdómi komi í veg fyrir að mál gegn tveimur ofbeldishrottum hafi verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir í fangelsi í október á síðasta ári en þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur ekki getað sett það á dagskrá vegna þessara tafa. Mennirnir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna árásar á eldri hjón í Reykjanesbæ um helgina. Nú er hálft ár síðan saksóknari óskaði eftir gögnunum frá Héraðsdómi. Hvers vegna hafa þau ekki borist? „Það er vegna þess að hér er fjöldi áfrýjana sakamála í gangi. Nú er til dæmis verið að vinna í 20 slíkum málum. Við höfðum samráð við Ríkissaksóknara um hvernig við eigum að forgangsraða vinnu við endurritsgerða í þessum málum," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. En Helgi segir þetta mál ekki hafa verið í forgangi. Hann segir ennfremur að að farið hafi verið fram á að reglum um afhendingu dómsgerða í sakamálum verði breytt og endurritsgerðin færð yfir til Ríkissaksóknara. Hæstiréttur hafi í raun fallist á þetta í nóvember. Helgi I. Jónsson. Mynd/Róbert „Hinsvegar segir Hæstiréttur að það sé ekki hægt fyrr en að dómsmálaráðherra hafi mælt fyrir fjárveitingu til Ríkissaksóknara til þess að sinna þessu verkefni," segir Helgi. Helgi segist ítrekað hafa ýtt á eftir dómsmálaráðuneytinu að klára málið en hafi ekki fengið nein svör. Því sé málið í biðstöðu. Þetta segir dómsmálaráðherra hinsvegar ekki rétt og greinilegt að hver bendi á annan. „Málið stendur þannig að ráðuneytið segir að það er ekkert því til fyrirstöðu að færa verkefnið yfir til Ríkissaksóknara og þá fylgir fjárveitingin sem fylgir verkefninu auðvitað með. Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að gera þá millifærslu," segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Hana grunar að málið snúist um það að verkefnið eigi að fara en fjármagnið eigi að vera eftir. „Við ætlum að kanna þetta. Það gengur auðvitað ekki að hafa þetta í lausu lofti."
Tengdar fréttir Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6. maí 2010 12:06
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31