21 fallbyssuskoti hleypt af 15. janúar 2010 04:00 Forseti Íslands kannaði heiðursvörð indverska hersins við forsetahöllina í Nýju-Delí í gær. Nordicphotos/AFP Forseti Indlands, Pratibha Patil, afhenti í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Nehru-verðlaunin fyrir árið 2007. Verðlaunin veita indversk stjórnvöld ár erlendum manni, sem talinn er stuðla að friði og skilningi þjóða á milli. Síðastur hlaut verðlaunin á undan forseta Íslands, Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu en áður hafa meðal annars hlotið þau Aung San Suu Kyi, Nelson Mandela og Yasser Arafat. Forsetahjónin eru nú í sjö daga opinberri heimsókn á Indlandi. Í gær var hleypt af 21 fallbyssuskoti við móttökuathöfn til heiðurs þeim í forsetahöllinni í Nýju-Delí. Þar átti forsetinn viðræður við Patil forseta og Manmohan Singh forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að Singh hafi lýst áhuga Indverja á að nýta Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð fyrir fólks- og vöruflutninga. Einnig hafi forsætisráðherrann verið áhugasamur um samvinnu varðandi olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Í gærkvöldi sat forseti Íslands svo kvöldverðarboð fornvinar síns, Murli Deora, olíumálaráðherra Indlands, ásamt fjölmörgum áhrifamönnum úr indverskum olíuiðnaði. Ólafur Ragnar tilkynnti við verðlaunaathöfnina að hann ætli að láta verðlaunaféð, sem jafngildir um 14 milljónum króna, standa straum af kostnaði við rannsóknir íslenskra og indverskra vísindamanna á jöklum og vatnsforða í Himalajafjöllum. - pg Þjóðhöfðingjar Pratibha Patil, forseti Indlands, ásamt forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, er forsetafrúnni á hægri hönd. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forseti Indlands, Pratibha Patil, afhenti í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Nehru-verðlaunin fyrir árið 2007. Verðlaunin veita indversk stjórnvöld ár erlendum manni, sem talinn er stuðla að friði og skilningi þjóða á milli. Síðastur hlaut verðlaunin á undan forseta Íslands, Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu en áður hafa meðal annars hlotið þau Aung San Suu Kyi, Nelson Mandela og Yasser Arafat. Forsetahjónin eru nú í sjö daga opinberri heimsókn á Indlandi. Í gær var hleypt af 21 fallbyssuskoti við móttökuathöfn til heiðurs þeim í forsetahöllinni í Nýju-Delí. Þar átti forsetinn viðræður við Patil forseta og Manmohan Singh forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að Singh hafi lýst áhuga Indverja á að nýta Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð fyrir fólks- og vöruflutninga. Einnig hafi forsætisráðherrann verið áhugasamur um samvinnu varðandi olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Í gærkvöldi sat forseti Íslands svo kvöldverðarboð fornvinar síns, Murli Deora, olíumálaráðherra Indlands, ásamt fjölmörgum áhrifamönnum úr indverskum olíuiðnaði. Ólafur Ragnar tilkynnti við verðlaunaathöfnina að hann ætli að láta verðlaunaféð, sem jafngildir um 14 milljónum króna, standa straum af kostnaði við rannsóknir íslenskra og indverskra vísindamanna á jöklum og vatnsforða í Himalajafjöllum. - pg Þjóðhöfðingjar Pratibha Patil, forseti Indlands, ásamt forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff. Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, er forsetafrúnni á hægri hönd.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira