Íslenski boltinn

Indriði: Þurfum að vera sterkari í hausnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton
Indriði Sigurðsson segir að það hafi verið mikil synd að tapa leiknum fyrir Noregi í kvöld eftir að hafa verið með yfirhöndina að loknum fyrri hálfleik.

„En eins og við spiluðum í seinni hálfleik áttum við ekki meira skilið. Það datt allur vindur úr okkur þegar við fengum á okkur fyrra markið. Í stað þess að gefa aftur í datt þetta í sundur hjá okkur."

„Við vorum ekki jafn þéttir fyrir og við vorum í fyrri hálfleik. Þá vorum við að vinna boltann á hættulegum stöðum og sækja hratt á þá. Það gekk vel."

„En í síðari hálfleik vorum við allt of langt frá mönnunum og fengum ekki þær opnanir sem við vildum fá."

„Þetta voru margir samverkandi þættir sem höfðu þessi áhrif í kvöld. En kannski þurfum við helst að vera sterkari í hausnum og brotna ekki saman þegar við fáum mark á okkur."

Ísland mætir næst Dönum ytra á þriðjudaginn kemur. „Við förum pressulausir þangað. Við tökum það jákvæða með okkur úr þessum leik og reynum að byggja á því. Það þýðir ekkert að hengja haus - eins og einhver sagði er ekkert jafn fljótt búið og gleymt eins og fótboltaleikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×