Enski boltinn

Torres: Best fyrir alla að Benitez fór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic Photos / AFP

Fernando Torres hefur viðurkennt að það var besta niðurstaðan fyrir alla hjá Liverpool að Rafael Benitez hætti sem knattspyrnustjóri liðsins.

Benitez hætti fyrr í mánuðinum og tók svo við Inter á Ítalíu. Liverpool á enn eftir að ráða nýjan knattspyrnustjóra en Roy Hodgson hefur verið sterklega orðaður við stöðuna.

„Úr því sem komið var tel ég að þetta verið besta lausnin fyrir alla," sagði Torres í samtali við spænska fjölmiðla. „Hann vann allt en á síðasta ári voru kröfurnar til hans of miklar."

Torres vildi þó lítið segja um eigin framtíð hjá félaginu. „Það sem Torres vill er að vinna Portúgal. Við verðum svo bara að sjá til," sagði hann en Torres verður væntanlega í eldínunni með spænska landsliðinu gegn Portúgal í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×