Íslenski boltinn

Pepsi-deild karla hefst með leik Vals og FH á Vodafonevellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason í leik með FH á móti Val á Vodafone-vellinum í fyrra.
Atli Guðnason í leik með FH á móti Val á Vodafone-vellinum í fyrra.
Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla sem hefst með leik Vals og FH á Vodafonevellinum 10. maí næstkomandi. Hinir fimm leikir fyrstu umferðarinnar fara síðan fram daginn eftir.

Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár síðan Íslandsmótið hefst á einum leik en sumarið 2007 léku ÍA og FH fyrsta leik mótsins á Akranesvelli þar sem FH-ingar unnu 3-2 sigur. Úrvalsdeild karla hófst einnig á einum leik sumarið 2004 en FH vann þá 1-0 sigur á KR á KR-vellinum.

Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki beint í fyrstu umferð, leik Vals og FH á mánudeginum klukkan 19.15 og svo leik Fram og ÍBV á Laugardalsvellinum á þriðjudeginum klukkan 19.15. Stöð 2 Sport sýnir síðan leiki Hauka og FH annarsvegar og leik Grindavíkur og Keflavíkur hinsvegar í 2. umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×