Tryggvi Þór: Jóhanna þarf að svara fyrir tölvupóstana 6. júní 2010 13:39 Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Anton Brink „Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Deilt hefur verið um það hvort starfsmenn forsætisráðuneytisins hafi gefið Má fyrirheit þegar hann var ráðinn á sínum tíma um að laun hans yrðu ekki skert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, vísaði í þessi fyrirheit þegar hún lagði fram í síðasta mánuði þá tillögu í bankaráði Seðlabankans að laun bankastjóra yrðu hækkuð um 400 þúsund krónur. Í umræðum á Alþingi fyrir mánuði sagði Jóhanna að hún eða starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki gefið slíkt loforð. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin og vísað í tölvupósta sem Már sendi Jóhönnu. „Ef maður les yfir tölvupóstana þá er voðalega erfitt að komast að annarri niðurstöðu heldur en þeirri að einhver er ekki að segja sannleikann. Hinn möguleikinn er sá að þetta sé einhver risastór misskilningur en það þætti mér nú ótrúlegt," segir Tryggvi. „Það verður að fást botn í þetta," segir Tryggvi sem á von á því að málið verði tekið upp á Alþingi á morgun. Hann segir að Jóhanna verði að svara fyrir þetta. „Hún og undirmenn hennar stóðu í þessum samskiptum." Þá segir Tryggvi að málið sé slæmt fyrir trúverðugleika Seðlabankastjóra og seðlabankastjóra. „Ég vil aftur á móti taka fram að ég tel að Már hafi á engan hátt gert neitt óheiðarlegt og að hann hafi komið algjörlega fram að heiðarleika í þessu máli." Tengdar fréttir Töluðu um launakjörin Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins. 5. júní 2010 20:38 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Deilt hefur verið um það hvort starfsmenn forsætisráðuneytisins hafi gefið Má fyrirheit þegar hann var ráðinn á sínum tíma um að laun hans yrðu ekki skert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, vísaði í þessi fyrirheit þegar hún lagði fram í síðasta mánuði þá tillögu í bankaráði Seðlabankans að laun bankastjóra yrðu hækkuð um 400 þúsund krónur. Í umræðum á Alþingi fyrir mánuði sagði Jóhanna að hún eða starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki gefið slíkt loforð. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin og vísað í tölvupósta sem Már sendi Jóhönnu. „Ef maður les yfir tölvupóstana þá er voðalega erfitt að komast að annarri niðurstöðu heldur en þeirri að einhver er ekki að segja sannleikann. Hinn möguleikinn er sá að þetta sé einhver risastór misskilningur en það þætti mér nú ótrúlegt," segir Tryggvi. „Það verður að fást botn í þetta," segir Tryggvi sem á von á því að málið verði tekið upp á Alþingi á morgun. Hann segir að Jóhanna verði að svara fyrir þetta. „Hún og undirmenn hennar stóðu í þessum samskiptum." Þá segir Tryggvi að málið sé slæmt fyrir trúverðugleika Seðlabankastjóra og seðlabankastjóra. „Ég vil aftur á móti taka fram að ég tel að Már hafi á engan hátt gert neitt óheiðarlegt og að hann hafi komið algjörlega fram að heiðarleika í þessu máli."
Tengdar fréttir Töluðu um launakjörin Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins. 5. júní 2010 20:38 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Töluðu um launakjörin Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins. 5. júní 2010 20:38