Innanríkisráðuneyti taki yfir varnarmálaverkefnin 12. apríl 2010 05:45 Í skýrslu sem starfshópur skilaði um mánaðamótin kemur fram að kostnaðarsamt yrði að flytja sérhæfða starfsemi aðgerðastjórnunar Varnarmálastofnunar. Fagleg og fjárhagsleg rök séu fyrir því að sú starfsemi verði á sama stað áfram. Fréttablaðið/Stefán Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verkefni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar um sem byggir á skýrslu starfshóps. Formaður hópsins var Guðmundur B. Helgason, fyrrum ráðuneytisstjóri. Þar kemur fram að ekki sé óhjákvæmilegt að halda úti starfsemi sérstaklega aðgreindrar stofnunar um þau verkefni sem kveðið er á um í varnarmálalögum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir einnig lagt til að móta nýja öryggisstefnu á grundvelli borgaralegrar starfsemi. Nýja stofnunin, verði af henni, verði algjörlega undir borgaralegum formerkjum. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir það grundvallaratriði að ný stofnun verði á borgaralegum nótum. Skýr ásetningur ríkisstjórnarinnar sé að leggja af hernaðarlega hugsun í tengslum við stofnunina. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir að verkefni Varnarmálastofnunar færist að mestu til Landhelgisgæslu og Ríkislögreglustjóra fyrsta kastið. Varnar- og öryggismál í víðum skilningi myndi síðan sérstakan málaflokk í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Forræði samskipta við Nató og alþjóðlegar stofnanir verður þó áfram á vegum utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður varnarmála, í skýrslunni nefndur „Chief of Defense“, starfi á vegum innanríkisráðuneytis. Össur segir að verkefnin muni síðan færast til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis. Starfsfólki Varnarmálastofnunar verður boðið starf hjá stofnunum sem taki við verkefnum hennar. - óká, kóp Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verkefni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar um sem byggir á skýrslu starfshóps. Formaður hópsins var Guðmundur B. Helgason, fyrrum ráðuneytisstjóri. Þar kemur fram að ekki sé óhjákvæmilegt að halda úti starfsemi sérstaklega aðgreindrar stofnunar um þau verkefni sem kveðið er á um í varnarmálalögum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir einnig lagt til að móta nýja öryggisstefnu á grundvelli borgaralegrar starfsemi. Nýja stofnunin, verði af henni, verði algjörlega undir borgaralegum formerkjum. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir það grundvallaratriði að ný stofnun verði á borgaralegum nótum. Skýr ásetningur ríkisstjórnarinnar sé að leggja af hernaðarlega hugsun í tengslum við stofnunina. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir að verkefni Varnarmálastofnunar færist að mestu til Landhelgisgæslu og Ríkislögreglustjóra fyrsta kastið. Varnar- og öryggismál í víðum skilningi myndi síðan sérstakan málaflokk í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Forræði samskipta við Nató og alþjóðlegar stofnanir verður þó áfram á vegum utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður varnarmála, í skýrslunni nefndur „Chief of Defense“, starfi á vegum innanríkisráðuneytis. Össur segir að verkefnin muni síðan færast til fyrirhugaðs innanríkisráðuneytis. Starfsfólki Varnarmálastofnunar verður boðið starf hjá stofnunum sem taki við verkefnum hennar. - óká, kóp
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira