Innlent

Fimmtíu fölsuð vegabréf tekin

Algengustu fölsuðu ferðaskilríkin voru sænsk vegabréf.
fréttablaðið/stefán
Algengustu fölsuðu ferðaskilríkin voru sænsk vegabréf. fréttablaðið/stefán

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á 53 fölsuð eða sviplík ferðaskilríki á síðasta ári. Auk þess var för þrjátíu manna stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti.

Helsta ferðaleið þeirra sem reyndu það var frá Ósló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, að því er kemur fram á vef Víkurfrétta.

Samkvæmt ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum varð mikil fjölgun í skjalafalsi á ferðaskilríkjum árið 2009 frá fyrra ári. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×