Erlent

Mannskætt lestarslys í Belgíu

Óli Tynes skrifar

Óttast er að tuttugu hið minnsta hafi farist í lestarslysi í Belgíu í dag. Slysið varð í útjaðri höfuðborgarinnar Brussel.

Lestarnar voru að koma úr gagnstæðum áttum og skullu saman af miklu afli. Lestarstjórarnir virðast ekkert hafa náð að hemla. Lestarvagnar hrúguðust upp og sumir ultu.

Rafmagnskaplar, loftlínur, sem lestarnar ganga fyrir rifnuðu niður á stóru svæði og miklar truflanir hafa orðið á lestarsamgöngum.

Fjölmargir slösuðust í árekstrinum og voru sumir fluttir á sjúkrahús en aðrir í íþróttamiðstöð skammt frá. Samkvæmt fyrstu fréttum voru læknar einnig að gera að meiðslum fólks á staðnum, meðal annars alima einhverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×