Innlent

Útvarp Saga styður Júlíus Vífil

Júlíus Vífill.
Júlíus Vífill. Mynd/GVA
Útvarp Saga hefur lýst yfir stuðningi við borgarfulltrúann Júlíus Vífil Ingvarsson í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík en prófkjörið fer fram um næstu helgi.

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri stöðvarinnar, ræddi við Júlíus um skipulagsmál í gær. Skömmu eftir þáttinn kom fram á Facebook-síðu Útvarps Sögu að borgarfulltrúinn lofi að Sundabraut verði lögð. Því næst kom fram á síðunni að hægt væri að ganga í Sjálfstæðisflokkinn til að kjósa Júlíus Vífil í prófkjörinu.

Júlíus Vífill sækist eftir 2. sæti í prófkjörinu. Það gera jafnframt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Gísli Marteinn Baldursson og Geir Sveinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×