Fótbolti

Englendingar björguðu andlitinu í lokin og unnu Platinum Stars 3-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney í leiknum í dag.
Wayne Rooney í leiknum í dag. Mynd/AP

Enska landsliðið vann 3-0 sigur á suður-afríska félagsliðinu Platinum Stars í æfingaleik í Suður-Afríku í dag. Jermain Defoe skoraði fyrsta markið eftir tvær mínútur en hin tvö mörkin, frá Joe Cole og Wayne Rooney, komu ekki fyrr en undir lok leiksins.

Enska landsliðið var ekki sannfærandi í þessum síðasta æfingaleik sínum fyrir HM en Fabio Capello skipti leiknum á milli leikmanna fyrir utan að Joe Cole spilaði allan leikinn. Seinni hálfleikurinn var þó mun betri en sá fyrri og liðið skapaði sér mikið síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Wayne Rooney lagði upp annað mark enska liðsins fyrir Joe Cole og skoraði síðan það þriðja sjálfur eftir laglega sendingu frá James Milner.

Rooney hafði skömmu áður átt nokkrar skrautlegar tæklingar sem á endanum skiluðu honum gulu spjaldi og fyrirlestri á hliðarlínunni frá aðstoðarþjálfaranum Stuart Pearce.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×