Enski boltinn

Man. Utd frumsýndi nýja búninginn í Chicago

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Flottir? Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana.
Flottir? Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana.

Undirbúningstímabil Man. Utd er hafið en liðið er statt þessa dagana í Chicago við æfingar. Liðið notaði einnig tækifærið til þess að frumsýna nýjan búning félagsins fyrir veturinn.

Það voru þeir Ryan Giggs, Dimitar Berbatov, Wes Brown, John O´Shea og Gabriel Obertan sem skelltu sér í fyrirsætuhlutverkið að þessu sinni. Búningurinn var frumsýndur í hinni glæsilegu verslun Niketown.

Búningurinn er nokkuð breyttur en stærsta breytingin er að sjálfsögðu sú að ný auglýsing er komin á búninginn. Nýi styrktaraðilinn er tryggingafyrirtækið Aon sem er einmitt með höfuðstöðvar í Chicago.

Man. Utd spilar gegn Celtic í kvöld og spilar síðan gegn Philadelphia Union, Kansas City Wizards, úrvalsliði MLS-deildarinnar og loks liði Chivas í Mexíkó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×