Nærri 80 milljónir í ritun sögu Akraness 2. janúar 2010 03:00 „Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samningi," segir í bókun Karenar Jónsdóttir þegar hún ein níu bæjarfulltrúa á Akranesi neitaði að samþykkja viðbótagreiðslur vegna ritunar á Sögu Akraness. „Í rúm tíu ár hefur núverandi sagnaritari þegið greiðslur frá Akraneskaupstað. Samtals að upphæð 73.337.692, miðað við uppreiknaða vísitölu, fyrir það eitt að rita sögu Akraneskaupstaðar," segir í bókun Karenar þegar bæjarstjórnin samþykkti fyrir jól að bæta við 4,3 miljónum króna til að ljúka fyrstu tveimur bindum verksins. Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur kveðst hafa fengist við ritun sögu Akraness með hléum frá árinu 1997. Fyrir hafi verið til eitt bindi sem Jón Böðvarsson hafi skrifað. Ákveðið hafi verið að Gunnlaugur tæki við og skrifaði söguna frá árinu 1700. Seinna hafi verið ákveðið að Gunnlaugur myndi skrifa alla sögu bæjarins frá landnámi. Ýmsar aðrar breytingar hafi verið gerðar og hlé verið gert á verkinu oftar en einu sinni. Gunnlaugur segir að fyrstu tvö bindin, sem nái frá landnámi til ársins 1700 og yfir átjándu öldina verði tilbúin til prentunar næsta sumar, með fjölbreyttum myndun og kortum. Þessi tvö bindi verði samtals á milli 900 og 1.000 blaðsíður. Þá segist Gunnlaugur búinn að skrifa þriðja bindið. Fjórða bindið, sem nái frá aldamótunum 1900, sé hálfskrifað fram til 1941. „En það hefur enn ekki verið ákveðið hvort ritið verður látið ná fram á sjöunda áratug þessar aldar eða allt til ársins 2000 eins og lagt var upp með," útskýrir hann. Að sögn Gunnlaugs áttar hann sig ekki á hvort sú framreiknaða tala sem Karen nefnir í bókun sinni sé öll vegna greiðslna til hans eða vegna alls kostnaðar sem hlotist hafi af verkinu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að um sé að ræða heildargreiðslur. „Ég tel að það sé komið svo langt með þetta verk að það væri glapræði að klára það ekki. Þetta er framúrskarandi fagmannlega unnið," segir bæjarstjórinn. Undir þetta tekur formaður ritnefndar Sögu Akraness. „Við erum mjög ánægð með það sem komið er og það hefði verið fáránlegt að bæta ekki lokapunktinum við," segir Jón Gunnlaugsson. Karen Jónsdóttir er hins vegar ósátt. „Þau tæp fjögur ár sem ég hef setið hér sem bæjarfulltrúi þá hafa verið gerðir í það minnsta þrír samningar um verklok. Í gegnum tíðina hafa bæjarfulltrúar og nefndarmenn í góðri trú samþykkt/keypt þau rök sem sagnaritari hefur lagt á borð fyrir þá í þeirri trú að senn líði að verklokum."gar@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samningi," segir í bókun Karenar Jónsdóttir þegar hún ein níu bæjarfulltrúa á Akranesi neitaði að samþykkja viðbótagreiðslur vegna ritunar á Sögu Akraness. „Í rúm tíu ár hefur núverandi sagnaritari þegið greiðslur frá Akraneskaupstað. Samtals að upphæð 73.337.692, miðað við uppreiknaða vísitölu, fyrir það eitt að rita sögu Akraneskaupstaðar," segir í bókun Karenar þegar bæjarstjórnin samþykkti fyrir jól að bæta við 4,3 miljónum króna til að ljúka fyrstu tveimur bindum verksins. Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur kveðst hafa fengist við ritun sögu Akraness með hléum frá árinu 1997. Fyrir hafi verið til eitt bindi sem Jón Böðvarsson hafi skrifað. Ákveðið hafi verið að Gunnlaugur tæki við og skrifaði söguna frá árinu 1700. Seinna hafi verið ákveðið að Gunnlaugur myndi skrifa alla sögu bæjarins frá landnámi. Ýmsar aðrar breytingar hafi verið gerðar og hlé verið gert á verkinu oftar en einu sinni. Gunnlaugur segir að fyrstu tvö bindin, sem nái frá landnámi til ársins 1700 og yfir átjándu öldina verði tilbúin til prentunar næsta sumar, með fjölbreyttum myndun og kortum. Þessi tvö bindi verði samtals á milli 900 og 1.000 blaðsíður. Þá segist Gunnlaugur búinn að skrifa þriðja bindið. Fjórða bindið, sem nái frá aldamótunum 1900, sé hálfskrifað fram til 1941. „En það hefur enn ekki verið ákveðið hvort ritið verður látið ná fram á sjöunda áratug þessar aldar eða allt til ársins 2000 eins og lagt var upp með," útskýrir hann. Að sögn Gunnlaugs áttar hann sig ekki á hvort sú framreiknaða tala sem Karen nefnir í bókun sinni sé öll vegna greiðslna til hans eða vegna alls kostnaðar sem hlotist hafi af verkinu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að um sé að ræða heildargreiðslur. „Ég tel að það sé komið svo langt með þetta verk að það væri glapræði að klára það ekki. Þetta er framúrskarandi fagmannlega unnið," segir bæjarstjórinn. Undir þetta tekur formaður ritnefndar Sögu Akraness. „Við erum mjög ánægð með það sem komið er og það hefði verið fáránlegt að bæta ekki lokapunktinum við," segir Jón Gunnlaugsson. Karen Jónsdóttir er hins vegar ósátt. „Þau tæp fjögur ár sem ég hef setið hér sem bæjarfulltrúi þá hafa verið gerðir í það minnsta þrír samningar um verklok. Í gegnum tíðina hafa bæjarfulltrúar og nefndarmenn í góðri trú samþykkt/keypt þau rök sem sagnaritari hefur lagt á borð fyrir þá í þeirri trú að senn líði að verklokum."gar@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira