Enski boltinn

Gordon frá í þrjá mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Craig Gordon, markvörður Sunderland, spilar ekki fótbolta á næstunni eftir að hafa handleggsbrotnað á æfingu með liðinu.

Gordon féll eitthvað klaufalega á æfingu og braut sig við lendingu.

Hann lenti einnig í því að missa af drjúgum hluta tímabilsins í fyrra er hann handleggsbrotnaði eftir árekstur við Jermain Defoe.

Hann horfir fram á þriggja mánaða setu í stúkunni að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×