Innlent

Minnt á lokanir vegna hættu frá gosinu

MYND/Pjetur
Almannavarnir minna á að gefnu tilefni að svæði í eins kílómetra radíus frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi er lokað allri umferð vegna þeirrar hættu sem stafar af gosinu. „Þessi lokun felur í sér að óheimilt er að fara um Heljarkamb og upp á Bröttufönn. Þá er svæði sem er innan fimm kílómetra frá gosstöðvunum skilgreint sem hættusvæði," segir í tilkynningu.

Almannavarnir vilja minna fólk á að hlýða tilmælum lögreglu og björgunarsveitarmanna og virða þær lokanir sem í gildi eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×