Innlent

Valdimar efstur í Hafnarfirði - ánægður með stuðninginn

Rósa Guðbjartsdóttir og Valdimar Svavarsson.
Rósa Guðbjartsdóttir og Valdimar Svavarsson.

Valdimar Svavarsson, hagfræðingur, er efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Talinn hafa verið 575 atkvæði. Flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa í kosningunum 2006. Rósa Guðbjartsdóttir, er eini bæjarfulltrúinn, sem sækist eftir endurkjöri.

Staða 7 efstu frambjóðenda er sem hér segir þegar talin hafa verið 575 atkvæði klukkan 18.30:

1. Valdimar Svavarsson með 229 atkvæði í 1. sæti

2. Rósa Guðbjartsdóttir með 273 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Kristinn Andersen með 360 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Geir Jónsson með 266 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Helga Ingólfsdóttir með 257 atkvæði í 1.-5. sæti

6. Ingi Tómasson með 280 atkvæði í 1.-6. sæti

7. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir með 260 atkvæði í 1.-7. sæti

„Ég er auðvitað afar ánægður með stuðninginn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í prófkjöri og þetta lítur vel út,“ segir Valdimar en bendir jafnframt á að eftir eigi að telja rúmlega helming atkvæða. Hann telur að sigurstranglegur listi sé að myndast.

26 atkvæðum munar milli Valdimars og Rósu og þá munar þremur atkvæðum á milli Rósu og Kristins.

Vona er á næstu tölum innan skamms.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×