Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Sigrarnir á United skiptu öllu máli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Florent Malouda hlaupa sigurhringinn.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Florent Malouda hlaupa sigurhringinn. Mynd/AP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sigrarnir tveir í innbyrðisleikjunum á móti Manchester United hafi verið lykillinn að baki því að Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjú ár. Chelsea kláraði titilinn með því að vinna 8-0 sigur á Wigan í lokaumferðinni í gær.

„Sigrarnir á United skiptu öllu máli. Lykilatriðið var fyrst að vinna þá heima og svo enn fremur að vinna þá á Old Trafford. Þetta voru lykilsigrar fyrir okkur því þeir gáfu okkur mikið sjálfstraust um leið og þeir drógu United-liðið niður," sagði Carlo Ancelotti.

„Ég tel að þessi klúbbur eigi bjarta framtíð því leikmennirnir eru ekki orðnir það gamlir og við erum með stóran og góðan leikmannahóp fyrir næsta ár sem og árin á eftir það. Þetta var frábært tímabil og ekki bara vegna þess að við unnum titilinn heldur einnig vegna þess að við spiluðum flottan bolta. Ég vonast til að vera hérna lengi og vinna fullt af tiltum," sagði Ancelotti.

Ancelotti stýrði Chelsea til sigurs í öllum sex leikjunum á móti hinum risunum í ensku úrvalsdeildinni (Manchester United, Liverpool og Arsenal) og markatala liðsins var 12-1 í þessum leikjum.

Leikir Chelsea á móti hinum risunum í vetur:

4. október 2009

Liverpool, heima - 2-0 sigur (Anelka, Malouda)

8. nóvember 2009

Manchester United, heima - 1-0 sigur (Terry)

29. nóvember 2009

Arsenal, úti - 3-0 sigur (Drogba 2, sjálfsmark)

7. febrúar 2010

Arsenal, heima - 2-0 sigur (Drogba 2)

3. apríl 2010

Manchester United, úti - 2-1 sigur (Joe Cole, Drogba)

2. maí 2010

Liverpool, úti - 2-0 sigur (Drogba, Lampard)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×