Fótbolti

Capello verður áfram með England

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið sem tryggir að hann verður áfram í starfi sem landsilðsþjálfari fram yfir EM 2012.

Gamli samningur hans við sambandið hafði sama gildistíma en nú er búið að taka út klásúlur sem heimilaði báðum aðilum að rifta samningum eftir HM í Suður-Afríku í sumar.

Capello hafði verið orðaður við Inter á Ítalíu en nú er ljóst að hann verður áfram í starfi sem landsliðsþjálfari.

„Ég vildi alltaf vera út minn samningstíma," sagði Capello í dag. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu og vil þakka enska knattspyrnusambandinu fyrir stuðninginn og fullvissu um mína framtíð."

Enski landshópurinn hélt af stað til Suður-Afríku í kvöld en mótið sjálft hefst í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×