Innlent

Össur og Störe ræða málefni tengd íslam

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Mynd/GVA

Íslensk og norsk stjórnvöld hafa verið í sambandi varðandi málefni sem tengjast fyrir­hugaðri mosku í Tromsö, en félags­skapur­inn sem keypti Ýmishúsið við Skógar­hlíð vann að því verkefni. Sami hópur vinnur einnig að fleiri svipuðum verkefnum annars staðar á Norðurlöndunum.

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra hefur rætt við hinn norska starfsbróður sinn Jonas Gahr Störe, en nýlega var hætt við byggingu moskunnar í Tromsö vegna ágreinings um fjármögnun og starfsemi hennar. Norsk stjórnvöld gátu ekki staðfest að moskan mætti starfa á forsendum fjárfesta og sádi-arabísku stjórnarinnar, og drógu fjárfestarnir sig því út úr verkefninu.

Kristján Guy Burgess, aðstoðar­maður utanríkisráðherra, staðfesti þessi samskipti við Norðmenn í samtali við Fréttablaðið.

„Við þekkjum til málsins í Noregi. Norðmenn hafa haldið okkur upplýstum um það hvernig þeir vinna að þessu máli og Össur og Jonas Gahr Störe hafa rætt þessi mál."

Staðan er þó öðruvísi hér á landi að sögn Karims Askari, talsmanns Menningarseturs múslima á Íslandi, sem hyggst hafa starfsemi í Ýmishúsinu við Skógarhlíð.

Hann segir að féð sem notað sé til kaupa á Ýmishúsinu komi frá styrktarsjóði óháð sádi-arabískum stjórnvöldum. - gb, þjAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.