Fótbolti

Englendingar endurgera gamlan slagara fyrir HM - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grínarinn James Corden bregður hér á leik með Harry Redknapp á góðgerðarleik nú um helgina.
Grínarinn James Corden bregður hér á leik með Harry Redknapp á góðgerðarleik nú um helgina. Nordic Photos / AFP

Endurgerð af gamla slagaranum Shout með hljómsveitinni Tears for Fears verður HM-lag Englendinga nú í ár.

Það eru þeir Dizzie Rascal og James Corden sem flytja lagið en það var frumflutt í úrslitaþætti Britain's Got Talent nú um helgina. Flutninginn má sjá hér.

Síðustu daga hafa þeir félagar verið að taka upp myndband við lagið sem verður gefið út í næstu viku. Það er enginn annar en Simon Cowell sem er sagður vera aðalmaðurinn á bak við lagið.

Lagið sló fyrst í gegn árið 1985 en því hefur vitanlega verið breytt til að hæfa þátttöku Englands á HM.

Meðal annars segir í laginu að allir séu orðnir þreyttir á að gorta sig af árangri Englands á HM 1966:

„Set aside your ego / We're tired of bragging about 40-odd years ago."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×